• Flottastelpur

Tómstundasjóður flóttabarna

Tómstundasjóði flóttafólks er ætlað að styðja börn flóttafólks búsettu hér á landi til að stunda tómstundir sem ekki fæst styrkur fyrir annars staðar.

Úthlutun

Hægt er að fá úthlutað úr sjóðnum fyrir:

  • börn sem koma án fylgdarmanna til landsins
  • börn flóttafólks sem boðin er búseta hér á landi (kvótaflóttafólk)
  • börn flóttafólks sem fá stöðu flóttamanns í kjölfar hælismeðferðar
  • börn flóttafólks sem fá vernd af mannúðarástæðum

Úthluta má úr sjóðnum allt þar til börn hafa fengið búsetuleyfi hér á landi eða í allt að 4 ár frá því þau hljóta stöðu flóttamanns eða fá vernd af mannúðarástæðum. Hægt er að sækja um tvisvar á ári fyrir hvert barn. Úthlutað er allt að 30.000 kr. á ári fyrir hvert barn.

Ef styrkur er veittur fyrir hámarksupphæð í einni úthlutun fæst ekki önnur úthlutun það ár.

Styrkhæfar tómstundir

Styrki úr sjóðnum má veita til hvers kyns tómstunda barna enda er það val barnanna og fjölskyldna þeirra hvaða tómstund er stunduð. Styrkir geta því verið fyrir námskeiðum, tónlistarnámi, íþróttaiðkun, dansnámi eða annars konar tómstund og ferðum þeim tengdum. Hér má finna reglur tómstundasjóðsins.

Umsóknarferli

Fylla skal út  meðfylgjandi eyðublað  og senda það til deildar Rauða krossins  í búsetusveitafélagi. 

Styrkir eru ýmist greiddir beint inn á reikning forráðamanns þess barns sem sótt er um fyrir að því tilskyldu að reikningar séu lagðir fram eða að reikningar eru greiddir beint. Ef spurningar vakna varðandi sjóðinn eða umsóknarferlið endilega hafið samband á netfangið tomstundasjodur@redcross.is eða í síma 570 4000.

 How to apply?

Here is an application form that has to be filled out and sent to the Red Cross branch in your municipality. You need to send receipts along with the application.

Here are the allocation rules of the recreational fund for children.


صندوق الأنشطة الترفيهية للأطفال اللاجئين الذين يعيشون في أيسلندا (úthlutunarreglur á arabísku)

طلب الحصول على منحة مالية من الصليب الاحمرالصندوق الترفيهي للاطفال  (umsóknareyðublað á arabísku)

صندوق تفریحی برای کودکان پناهندگان که در ایسلند زندگی می کنند (úthlutunarreglur á farsí)

 درخواست کمک مالی از سوی صلیب سرخصندوق تفریحی برای کودکان (umsóknareyðublað á farsí)

Ji bo zarokên ku penaberan di jiyanê de dijîn Îzlanda (úthlutunarreglur á kúrdísku)

Serîlêdanê ji bo krediyek ji Red Cross. Ji bo zarokên zarokan (umsóknareyðublað á kúrdísku)